Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ratleikur 4. bekkja á bóka- og hönnunarsafni

14.12.2016
Ratleikur 4. bekkja á bóka- og hönnunarsafni

Nemendur í 4. bekk fóru í ratleik á Hönnunar- og bókasafn Garðabæjar í morgun. Þeir voru að prufukeyra nýjan ratleik sem forstöðumenn safnanna útbjuggu. Nemendur voru duglegir að feta sig áfram með spjaldtölvurnar og leysa verkefnin sem voru mjög mismunandi en markmiðið var að nemendur kynntust söfnunum á ákveðinn hátt. Þeir notuðu upplýsingatæknina til að bæði að leysa verkefnin og senda niðurstöður með tölvupósti til kennaranna. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband