Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaljósa- og kaffihúsaferð í Hafnarfjörð 4. bekkur

13.12.2016
Jólaljósa- og kaffihúsaferð í Hafnarfjörð 4. bekkur

Nemendur í 4.bekk létu ekki veðrið aftra sér frá því í morgun að fara í kaffihúsa- og jólaljósaferð í Hafnarfjörð. Þeir fóru með strætó í mígandi rigningu og roki í Fjörðinn til að skoða jólaljósin og komu svo við á kaffihúsinu Silfri á eftir.
Þar fengu allir heitt súkkulaði með rjóma, pönnukökur og kleinur. Komið var við í jólaþorpinu og þar voru teknar myndir af nemendum með honum Sveinka.
Allir voru blautir en ánægðir við komuna aftur í skólann eftir ánægjulega ferð. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband