Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaþema

07.12.2016
Jólaþema

Í morgun tóku allir nemendur og starfsfólk skólans þátt í því að útbúa muni fyrir jólamarkaðinn sem verður næsta miðvikudag eða 14. desember þar sem afraksturinn af sölu munanna rennur í sjóð einhverrar hjálparstarfsemi. Munirnir sem búnir voru til voru ansi fjölbreyttir og má þar nefna t.d. gifssnjókarla, jólasveina og hreindýr úr greinum og kanilstöngum, þæfðar jólakúlur skreyttar á fjölbreyttan hátt. Einnig má nefna að búin voru til jólakort, merkispjöld og jólagjafapokar. Kennarar notuðu tækifærið og sögðu nemendum frá jólunum í gamla daga, þegar notaðar voru lýsiskolur til að lýsa upp skammdegið og ýmis konar annar fróðleikur fylgdi einnig með. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hægt er að sjá þar stemninguna sem ríkti í morgun í skólanum.

Til baka
English
Hafðu samband