Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 5.EÞ

27.05.2016
Mystery Skype hjá 5.EÞ

Nemendur í fimmta bekk hjá Ernu áttu skemmtilega stund með nemendum í Barcelona á Spáni en þeir fóru saman í Mystery Skype þar sem engir vissu hvar hinir voru nema kennararnir tveir. Þeir spurðu spurninga sem svara átti já eða nei og voru okkar nemendur búir að undirbúa sig svo vel að þeir rúlluðu þessu upp á 10 mínútum en það tók hina aðeins lengri tíma að átta sig á okkar staðsetningu. En það tókst og að lokum spjölluðu þeir saman um eitt og annað eins og skólatíma, vinsælar hljómsveitir, fræga staði og auðvitað þekkta boltamenn eins og Merci. Var ekki annað að sjá en að þetta væri skemmtilegt og ekki hvað síst fróðlegt fyrir nemendur. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. Myndband kemur síðar.

Til baka
English
Hafðu samband