Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tóku rafrænt próf

26.05.2016
Tóku rafrænt próf

Nemendur í þriðja bekk fengu að prófa rafrænt samræmt próf í morgun. Allur tölvufloti skólans lá undir ásamt nokkrum spjaldtölvum. Nemendur áttu að fara inn í ákveðið prófumhverfi og leysa nokkur verkefni milli klukkan 10 og 11 í morgun og þannig áttu þeir að kynnast því hvernig þetta mundi líta út næsta haust þegar alvöruprófun færi fram. Þetta gekk allt upp að lokum, þó nokkur hægagangur væri á kerfinu og nokkrir yrðu óþolinmóðir að bíða. Ýmislegt smávægilegt kom í ljós sem þarf að lagfæra og vonandi verður allt í stakasta lagi í haust. Myndir frá próftökunni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband