Stuttmyndanámskeið RIFF
Fimmtíu nemendur í 6. og 9. bekk í öllum grunnskólum Garðabæjar fengu tækifæri til að taka þátt í stuttmyndanámskeiði RIFF núna í listadagavikunni. Þetta er samstarfsverkefni RIFF við grunnskóla Garðabæjar og á það að efla kvikmyndalæsi og kennslu í kvikmyndagerð á grunnskólastigi. Markmið þess er einnig að virkja ímyndunarafl og sköpunargleði unga fólksins og styðja við kvikmyndalæsi yngri kynslóða og kemur þetta inn í nýsköpun í skólastarfi. Námskeiðið hófst á mánudag og verður út þessa viku og fengu nemendur handleiðslu í hvernig búa á til handrit, taka upp og klippa. Nú eru nemendur okkar langt komnir með upptökurnar og byrjaðir að klippa og er gaman að fylgjast með þeim prófa sig áfram í tækninni og vinna saman við að búa til stuttmyndina. Afraksturinn mun svo verða sýndur þegar allir hafa lokið við verkefnið. Myndir frá námskeiðinu er hægt að skoða í myndasafni skólans.