Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaleyfi

18.03.2016
Páskaleyfi

Í dag var foreldrafélagið með páskaeggjaleit á bókasafni og í Krakkakoti. Allir nemendur skólans fengu að leita að einu eggi og þótti það skemmtilegt eins og sést á myndunum í myndasafni skólans.

Síðasti kennsludagur í Flataskóla fyrir páskaleyfi er í dag föstudaginn 18. mars. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. mars. Skrifstofa skólans verður einnig lokuð frá og með 21.- 28. mars. Krakkakot er opið fyrir þá sem hafa sótt um það á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Leikskóladeildin verður opin eins og venjulega þessa daga.

Starfsfólk skólans óskar ykkur gleðilegra páska.

         

Til baka
English
Hafðu samband