Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eðlisfræðingur heimsækir 7. bekk

04.12.2015
Eðlisfræðingur heimsækir 7. bekk

Kristján eðlisfræðingur kom í heimsókn í gær til 7. bekkja og sagði þeim frá ýmsum undrum eðlisfræðinnar þar sem hann samþættaði ólík fyrirbæri náttúruvísindanna í ljósi helsta lögmáls eðlisfræðinnar um leið minnstu verkunnar. Hann sýndi þeim frábærar myndir og sagði þeim m.a. frá "ítrun" og vann frásögn sína út frá myndunum. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja áhuga nemenda og yfirfæra bóklega þekkingu þeirra á sýnilega náttúru. Þetta er einn liður í verkefninu "Vísindamenn í heimsókn" sem við fengum styrk s.l. haust til að vinna í skólanum. Var gerður góður rómur að heimsókninni og voru allir afar ánægðir með heimsókn Kristjáns. Eftir spjall hans tóku nemendur viðtal við hann þar sem þeir spurðu um ýmislegt sem þeim lá enn frekar á hjarta í tengslum við eðlisfræði. Ef til vill hefur þetta kveikt í einhverjum að nema fræðin á fullorðinsárum en okkur veitir ekki af að vekja áhuga unga fólksins á náttúruvísindum. Myndir í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband