Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavikan

13.11.2015
Vinavikan

Síðasta vika var tileinkuð viðfangsefninu að vera vinur. Vinabekkir unnu saman að alls kyns verkefnum og víða um skólann hanga nú flott vinaverkefni. Í tilefni vinaviku kom Friðrik Dór söngvari í heimsókn í samveruna í morgun og spjallaði við krakkana og söng m.a. um "Glaðasta hundinn í heimi". Að henni lokinni fóru allir út og tóku saman höndum og mynduðu hring í kringum skólann til að tryggja vináttuböndin. Myndir úr skólastarfi síðustu viku eru komnar í myndasafn skólans.

Þessi mynd er tekin í íþróttum hjá 4. bekk

 

Til baka
English
Hafðu samband