Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Marita kynning í 6. bekk

13.10.2015
Marita kynning í 6. bekk

Á mánudagsmorgun fengum við góða gesti í heimsókn sem kynntu verkefnið "Þolandi og gerandi - frá sjónarhorni beggja". Verkefninu er ætlað að draga úr og auka skiling á einelti. Þetta er verkfæri  í forvörnum gegn einelti bæði fyrir kennara og foreldra. Sýnd var leikin heimildarmynd sem var unnin á árinu 2012, um æsku Páls Óskars Hjálmtýssonar, þar sem rætt er um einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla frá 7 til 14 ára aldurs. Páll Óskar talaði um myndina og fór yfir eineltishringinn og skoðaði hlutverk hvers og eins í hringnum. Einnig var farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og hvar einelti fer helst fram.  Páll Óskar sá um að setja áheyrendur inn í hugarfar þess sem verður fyrir einelti og að því loknu svaraði hann fyrirspurnum áheyrenda. Snædís Birta, sem er 15 ára, talaði um hvernig hún hefur lent í net-einelti síðustu 3-5 ár og sýndi skjáskot af því sem hún hefur fengið sent á netinu. Magnús Stefánsson fór yfir hugarfar og bakgrunn geranda í eineltismálum og notaði þar reynslu sína í æsku þar sem hann var gerandi í eineltismáli og svaraði fyrirspurnum úr salnum. Verkefninu er ætlað að auka skilning á orsökum og afleiðingu eineltis og sýna fram á hvernig báðum aðilum líður í því ferli.

Til baka
English
Hafðu samband