Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listasmiður hjá 7. bekk

13.10.2015
Listasmiður hjá 7. bekk

Í haust hafa nemendur 7. bekkja unnið skemmtilegt samstarfsverkefni ("Lifandi verur") í smiðju þar sem smíði, textíl og myndmennt eru sameinuð í eina smiðju.
Krakkarnir kynntust listakonunni Aðalheiði S. Eysteinsdóttur á Siglufirði og hennar verkum og verkefnið var að skapa verk í hennar anda. Þar sem Aðalheiður vinnur mest úr endurunnum viði þá var við hæfi að gera það sama og var starfsfólk Ikea svo elskulegt að gefa okkur nokkur vörubretti sem við nýttum í verkin.
Nemendum var skipt í hópa og þeir leiddir í gegnum skissugerð og hugmyndavinnu og mikilvægi þess að þróa hugmynd frá upphafi til loka framkvæmdar. Það skiptir miklu máli að vinna vel saman og styðja hvert annað og bera virðingu fyrir hugmyndum annarra en á sama hátt vera ekki sjálfselskur á eigin hugmynd og leyfa henni að þróast með hjálp hinna. Hóparnir voru duglegir að nýta sér öll listaverkstæðin en mest mæddi þó á smíðastofunni og er óhætt að segja að þar sé búið að vera líf og fjör undanfarnar vikur.

Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafni 7. bekkja.

Til baka
English
Hafðu samband