Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jöklafræðingur heimsækir 6. bekk

17.02.2015
Jöklafræðingur heimsækir 6. bekk

Sjöttu bekkir fengu vísindakonuna Guðfinnu Aðalgeirsdóttur jöklafræðing í heimsókn í morgun þar sem hún sagði frá starfi sínu á heimskautunum. Hún hefur unnið víða við ýmis konar verkefni í sambandi við jökla og ís í heiminum og meðal annars var hún um tíma við störf annars vegar á Grænlandi og hins vegar  á Suðurheimskautinu. Nú er Guðfinna að kenna við jarðfræðideild Háskóla Íslands. Hún sagði nemendunum frá námi sínu og hvar og við hvað hún hefur unnið undanfarið. Áhersla frásagnarinnar var á heimskautin að þessu sinni en þar hefur hún aðallega unnið við að mæla skrið jöklanna og fleira tengt því. Nemendur voru ótrúlega áhugasamir og spurðu margs, svo greinilega náði Guðfinna að fanga athygli þeirra með frásögn sinni.  Þetta er annar vísindamaðurinn sem heimsækir sjötta bekk í tengslum við náttúrufræðikennsluna og von er á einum í viðbót með vorinu. Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband