Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðustu dagar fyrir jólafrí

15.12.2014
Síðustu dagar fyrir jólafrí

Fimmtudagurinn 18. desember er síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi samkvæmt stundaskrá. Jólamatur verður í matsalnum og "litlu jólin" í stofunum, nemendur mega koma með óhefðbundið nesti. Föstudaginn 19. desember verða svo jólaskemmtanir þar sem nemendur mæta í bekkjarstofur og fylgja umsjónarkennara í hátíðarsalinn. Gengið verður fyrst kringum jólatréð og síðan sjá 2., 4. og 6. bekkur um skemmtiatriði. Helgileikur verður í höndum 5. bekkinga.  Krakkakot opnar eftir jólaskemmtun kl. 10.30 fyrir þau börn sem skráð eru þar.

Jólaskemmtanir hjá 1., 2., 4. og 5. bekk byrja klukkan 8.30 og hjá 4 og 5 ára, 3., 6. og 7. bekk klukkan 11:00.

Föstudagurinn 2. janúar 2015 er skipulagsdagur hjá starfsfólki skólans. Þá er opið í Krakkakoti allan daginn en hjá 4 og 5 ára eftir hádegi. Hefðbundið skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar.

Til baka
English
Hafðu samband