Fréttir frá 5 ára
Þriðjudaginn 3. júní var farið með strætisvagni í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þá var frábært veður og nutu krakkarnir sín vel ásamt öðrum nemendum úr ýmsum grunnskólum Hafnafjarðar og var þeim meðal annars boðið að vera með í skemmtilegum leikjum. Krakkarnir voru mjög hrifnir af Hellisgerði og hittu þar til að mynda álfa, kíktu í helli og æfðu sig í klifri út um allan garð.
Fimmtudaginn 5. júní var svo farið í vorferðalag Flataskóla. Í þetta sinn var förinni heitið í Furulund í Heiðmörk en þar er ekki bara fallegt umhverfi heldur einnig mörg skemmtileg leiktæki. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir fengu tíma til að leika sér í fjölbreyttum og krefjandi leiktækjum, svo gæddu þau sér á pylsum áður en farið var í ratleik með kennurum þar sem allir leystu alls kyns þrautir í leiknum.
Myndir frá þessum ferðum er að finna í myndasafni skólans.
Fréttir frá 5 ára
Þriðjudaginn 3. júní var farið með strætisvagni í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þá var frábært veður og nutu krakkarnir sín vel ásamt öðrum nemendum úr ýmsum grunnskólum Hafnafjarðar og var þeim meðal annars boðið að vera með í skemmtilegum leikjum. Krakkarnir voru mjög hrifnir af Hellisgerði og hittu þar til að mynda álfa, kíktu í helli og æfðu sig í klifri út um allan garð.
Fimmtudaginn 5. júní var svo farið í vorferðalag Flataskóla. Í þetta sinn var förinni heitið í Furulund í Heiðmörk en þar er ekki bara fallegt umhverfi heldur einnig mörg skemmtileg leiktæki. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir fengu tíma til að leika sér í fjölbreyttum og krefjandi leiktækjum, svo gæddu þau sér á pylsum áður en farið var í ratleik með kennurum þar sem allir leystu alls kyns þrautir í leiknum.
Myndir frá þessum ferðum er að finna í myndasafni skólans.