Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annað skólaþing 6. og 7. bekkinga

18.11.2013
Annað skólaþing 6. og 7. bekkinga

Annað skólaþing hjá 6. og 7. bekkingum var í síðustu viku.  Elín deildarstjóri og Ásta Bára námsráðgjafi sáu um umræðuna. Fyrsta umræðuefnið var um einelti, hvað við gætum gert til að stoppa það. Nokkrar stúlkur úr 7. bekk sýndu okkur myndband sem þær höfðu gert í sambandi við einelti á netinu.  Umræður spunnust í kjölfarið um einelti á netinu og nokkrir töluðu um að krökkum fyndist auðveldara að nota netið því þá þyrftu þeir ekki að horfast í augu við þann sem þeir væru að stríða. Rætt um félagsaðstöðuna í 7.bekk, nemendur voru ekki nógu ánægðir með hana, þeim fannst ekki nógu hreint, húsgögnin væru orðin lúin, of mikil læti og ekki gengið vel um. Elín tók að sér að skoða málið og athuga hvort ekki væri hægt að bæta aðstöðuna.

Til baka
English
Hafðu samband