Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarmaraþon hjá 7HG

08.11.2013
Lestrarmaraþon hjá 7HG

Það er áralöng hefð fyrir því að sjöundu bekkir fái að gista á skólasafni Flataskóla einu sinni á vetri og lesi þá sérvalda bók. Bekkjarkennarinn og bókavörðurinn gista með þeim og er þetta afar vinsæll viðburður sem nemendur minnast oft á frá skólaveru sinni í Flataskóla. Markmiðið er að fá nemendur til að lesa meira og finnast það skemmtilegt ásamt því að tengja það eftirminnilegum atburði. Í fyrrinótt gisti HG bekkurinn og nemendur mættu á skólasafnið eftir kvölmat og höfðu meðferðis svefnpoka, dýnur og annað sem nauðsynlegt er að hafa með þegar gist er að heiman. Markmiðið var að lesa sem mest, enda var mikið lesið og lesefnið var líka afar spennandi. 

Rithöfundur bókarinnar sem var eftir Þorgrím Þráinsson og heitir "Margt býr í myrkinu" kom í heimsókn og ræddi við nemendur um sögusviðið og las fyrir þá upp úr bókum sínum. Nemendur komu með nesti með sér í kvöldkaffi og morgunmat. Nemendur voru til fyrirmyndar í alla staði og var mjög ánægjulegt að dvelja með þeim þessar stundir.Næsta fimmtudag ætlar síðan 7HL bekkur að lesa á bókasafninu fram á nótt.

Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband