Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ísland - veröld til að njóta

07.11.2013
Ísland - veröld til að njóta

Nemendur fimmtu bekkja buðu foreldrum sínum í morgunstund í morgun og sýndu þeim afrakstur vinnu sinnar vegna verkefnisins Ísland - veröld til að njóta. Kynningin hófst á bókasafninu þar sem einn nemandinn spilaði nokkur lög á harmónikku  og síðan kynntu  nemendur hver sinn landshluta með glærum sem þeir höfðu útbúið. Á eftir var sameiginlegt morgunhlaðborð þar sem foreldrar höfðu lagt eitthvað með sér á borðið. Þar fengu foreldrar að skoða frekari afrakstur verkefnisins eins og vinnubækur, veggskreytingar og fleira sem nemendur höfðu unnið. Afar ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar lögðu leið sína til okkar í morgun og sýnir það hve vel þeir standa að baki barna sinna og sýna námi þeirra í skólanum áhuga. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband