Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur stjórnaði morgunsamveru

07.11.2013
4. bekkur stjórnaði morgunsamveru

Ákveðið hefur verið að allir árgangar fái að stjórna morgunsamveru einu sinni á hverri önn og  þá fá þeir að skipuleggja og ákveða sjálfir hvað og hvernig það er gert. Fjórðu bekkingar riðu á vaðið og stjórnuðu morgunsamverunni í gærmorgun með glæsibrag.  Þeir eru greinilega mörgum hæfileikum gæddir og sýndu þarna bæði tilþrif í að koma fram með leikrit, töfrabrögð og söng. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast hjá nemendum þegar fram líða stundir. Til að sýna öðrum sem höfðu ekki tök á að sjá hvað var í boði, var tekið upp myndband af morgunsamverunni og er hægt að skoða það á vefsíðu skólans.

 

 

 
Til baka
English
Hafðu samband