Mathletics vikur
Undanfarin ár hefur Flataskóli fengið aðgang fyrir nemendur í elstu bekkjum skólans að stærðfræðivefnum Mathletics . Á vefnum geta þeir glímt við ýmis verkefni við þeirra hæfi. Næstu tvær vikurnar hafa nemendur aðgang að vefnum og er það von okkar að þeir nýti það vel og fari daglega inn á hann bæði heima og í skólanum til að vinna verkefnin sem þar eru. Þetta hefur þótt vinsælt meðal nemenda og eykur áhuga þeirra og hæfni til að takast á annan hátt við verkefni en þeir eru vanir að gera í skólastofunni. Við hvetjum nemendur og foreldra til að kíkja á þetta líka heima því þarna er aragrúi verkefna sem gaman er að glíma við og bæta kunnáttuna í stærðfræði. Hægt er að fara á vefinn beint af heimasíðu skólans þar sem krækja hefur verið tengd í vefinn hér neðst til hægri á síðunni.
Mathletics vikur
Undanfarin ár hefur Flataskóli fengið aðgang fyrir nemendur í elstu bekkjum skólans að stærðfræðivefnum Mathletics . Á vefnum geta þeir glímt við ýmis verkefni við þeirra hæfi. Næstu tvær vikurnar hafa nemendur aðgang að vefnum og er það von okkar að þeir nýti það vel og fari daglega inn á hann bæði heima og í skólanum til að vinna verkefnin sem þar eru. Þetta hefur þótt vinsælt meðal nemenda og eykur áhuga þeirra og hæfni til að takast á annan hátt við verkefni en þeir eru vanir að gera í skólastofunni. Við hvetjum nemendur og foreldra til að kíkja á þetta líka heima því þarna er aragrúi verkefna sem gaman er að glíma við og bæta kunnáttuna í stærðfræði. Hægt er að fara á vefinn beint af heimasíðu skólans þar sem krækja hefur verið tengd í vefinn hér neðst til hægri á síðunni.