Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir úr 5 ára bekk

26.09.2013
Fréttir úr 5 ára bekk

Fyrstu vikurnar hjá krökkunum í 5 ára bekk hafa gengið ótrúlega vel. Allir hafa verið kátir og glaðir og höfum við nú fengið að kynnast hvert öðru nokkuð vel þó mis erfitt geti verið að muna öll nöfnin.

Tónmenntin og íþróttirnar hafa vakið mikla lukku og eru allir farnir að þekkja skólalóðina og skólann sjálfan mjög vel. 

Síðustu dagar hafa einkennst af leik og útiveru og munum við nú í lok september og byrjun október fara í meira skipulagt starf þar sem leitast verður við að mæta fróðleiksfúsum krökkum með skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum.

Myndir er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband