Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jarðarbolti

16.09.2013
Jarðarbolti

Skólanum barst um daginn óvenjuleg gjöf "Jarðarbolti" frá Stjörnufræðivefnum en það er uppblásið líkan af Jörðinni. Með honum er hægt að fræðast á auðskiljanlegan hátt um ýmislegt sem tengist m.a. störnufræði, jarðfræði og umhverfismálum. Á "Jarðarboltanum" eru engin örnefni eða landamæri og birtist hann okkur því eins og tunglfararnir sáu Jörðina á leið sinni til tunglsins. Kennurum er einnig boðið á námskeið þar sem farið er yfir það hvernig hægt er að nota "Jarðarboltann" sem best í kennslu, fjalla um vísindaleiki fyrir nemendur og margt fleira. Hægt er að fræðast um þetta frekar á vefslóðunum www.stjornufraedi.is og www.geimurinn.is 

 

Til baka
English
Hafðu samband