Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kiwanis gefur hjálma

12.04.2013
Kiwanis gefur hjálma

Hinir árlegu vorboðar komu í skólann til okkar í morgun eftir morgunsamverunna en það voru félagar úr Kiwanishreyfingunni í Garðabæ sem komu færandi hendi og gáfu  nemendum í fyrsta bekk bleika og bláa reiðhjólahjálma. Þetta er í tíunda skipti sem þeir koma í skólann en Eimskipafélagið og Kiwanishreyfingin standa í sameiningu að þessu átaki. Með gjöfinni vilja þeir stuðla að umferðaröryggi yngstu reiðhjólamannanna. Færum við þeim hinar bestu þakkir fyrir.

Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband