Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5 ára í leikhús

18.09.2012
5 ára í leikhúsMiðvikudaginn 12. september fór 5 ára bekkur í sína fyrstu vettvangsferð í skólanum. Farið var með strætisvagni í Kúluna, barnaleikhús Þjóðleikhússins til að sjá ævintýrið um hana Búkollu. Þjóðleikhúsið bauð okkur í heimsókn til að fræðast um leikhúsið og þann töfraheim sem þar er að finna.
Um var að ræða sögustund með leikhúsívafi og tóku þeir Hilmir Jensson og Baldur Ragnarsson leikarar vel á móti okkur. Þeir voru ótrúlega skemmtilegir og hressir og skemmtu krökkunum allan tíman. Engir búningar voru að þessu sinni og þótti sumum það nokkuð skrýtið en allir fóru þó glaðir og kátir heim. Myndir úr ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.
Til baka
English
Hafðu samband