Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundur - 4. bekkja

14.09.2012
Haustfundur - 4. bekkjaÁ miðvikudaginn 12. september var haldinn haustkynningarfundur fyrir forráðamenn 4. bekkja. Mætingin á kynninguna var mjög góð og það var mjög gagnlegt og gaman fyrir kennara að hitta forráðamenn nemendanna. Farið var yfir starf komandi vetrar og veittar upplýsingar um samræmdu prófin sem verða í næstu viku.

Boðið var upp á veitingar sem nemendur áttu heiðurinn af að útbúa. Var gerður góður rómur að veitingunum og voru krakkarnir mjög stoltir af afrakstrinum. Myndir af undirbúninginum má sjá í myndasafni skólans.
Til baka
English
Hafðu samband