Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundur 7. bekkja

12.09.2012
Haustfundur 7. bekkja

Í gær, þriðjudag var haustfundur foreldra í 7. bekk. Foreldrar komu fyrst á kynningu hjá umsjónarkennara þar sem skipulag vetrarins var rætt. Eftir það buðu nemendur þeim í umsjónarstofu bekkjarins og kynntu námsefni vetrarins. Foreldrum var einnig boðið upp á að vinna nokkur verkefni undir leiðsögn nemenda. Foreldrar nutu líka glæsilegra veitinga sem nemendurnir höfðu sérstaklega útbúið fyrir fundinn. Þetta var góður og gagnlegur fundur og samveran með foreldrum og nemendum var ljúf.

Myndir voru teknar við þetta tækifæri og hægt er að skoða þær í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband