Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Húllum hæ hjá 7. bekk

25.05.2012
Húllum hæ hjá 7. bekkFimmtudaginn 24. maí var mikið fjör hjá nemendum í 7.bekk. Hluti nemenda út 7. bekk skrapp til Svíþjóðar að heimsækja sænskan skóla og þeir sem ákváðu að vera heima gerðu sér heldur betur dagamun. Um hádegi fór hópurinn í "Lasertag" í Kópavogi og eftir það fengu krakkarnir pissu og gos. Svo rölti hópurinn í Salalaugina og skemmti sér þar í um klukkutíma. Um kvöldið var svo boðið upp á hamborgara grillveislu á kennarastofu skólans.  Yfir matnum horfðu sumir nemendur á undankeppni Eurovision á meðan aðrir horfðu á leik Stjörnunnar og ÍA í Pepsídeildinni ofan af svölum skólans.

Eftir matinn var svo horft á bíómyndir, leikið sér í tölvuleikjum og spjallað, sumir langt fram á nótt á meðan aðrir sváfu værum blundi J

Á föstudagsmorgun fengu krakkarnir að sofa út og í morgunmat gæddu þau sér á ný bökuðum rúnstykkjum, jógúrti og safa. Síðan fengu þeir að leika sér en eftir það fóru þeir heim í langt og gott helgarfrí alsælir eftir frábærar samverustundir.

Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans af samverustundunum.

Til baka
English
Hafðu samband