Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur í heimsókn hjá 2. og 3. bekk

22.11.2011
Rithöfundur í heimsókn hjá 2. og 3. bekk

Í dag kom Hendrikka Waage í heimsókn til okkar í 2. og 3. bekk. Hún las upp úr nýju bókinni sinni „Rikka og töfrahringurinn í Japan“. Bókin fjallar um Rikku sem á töfrahring og með hjálp hans getur hún ferðast um heiminn. Bókin gefur góða mynd af ólíkri menningu og þjóðum og eykur svo sannarlega umburðarlyndi og skilning barnanna. Nemendur kunna að meta það að fá rithöfunda í heimsókn og láta þá lesa fyrir sig og segja þeim frá ýmsu sem tengist bókinni sem þeir eru að kynna.

Myndir eru í myndasafni frá heimsókninni.

Til baka
English
Hafðu samband