Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veffundur hjá 4. bekk

18.03.2011
Veffundur hjá 4. bekk

Í dag var veffundur hjá hópi nemenda í 4. bekk en það var í sambandi við verkefni sem við erum að vinna að í tengslum við comeníusarverkefnið "Sköpunarkrafturinn - listin að lesa" sem hófst í haust. Þetta verkefni er unnið í sex löndum og tengjast nemendur saman í mismunandi verkefnum milli landanna. Verkefnið um Horrid Henry eða Skúla skelfi er unnið af hópi stúlkna í 4. AG sem lýstu áhuga sínum á þátttöku í því. Þær lesa bókina og vinna verkefni úr henni og miðla til erlendu nemendanna bæði á veffundum og í texta sem settur er á sameiginlegan vef. En hér má finna upptökuna.

Hér má lesa frekar um verkefnið á heimasíðu skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband