Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennaranemar og Alþingi

14.03.2011
Kennaranemar og Alþingi

Þriðjudaginn 8. mars fóru nemendur og kennarar í 2. bekk með strætisvagni til Reykjavíkur og heimsóttu Alþingishúsið þar sem þeir fengu leiðsögn og fræðslu um sögu hússins og störf þeirra sem þar vinna. Höfðu þau mjög gaman af eins og sjá má á myndunum.

Kennaranemar frá Kennaraháskólanum komu í vettvangsnám til okkar dagana 28. febrúar til 11. mars. Þetta voru þær Anna Lilja, Gunnhildur, Halla og Rakel og höfðu þær og nemendur mikið gagn og gaman af veru þeirra í skólanum. Nemendur tóku vel á móti þeim og var ánægjan með heimsóknina mikil. Á myndunum má sjá bæði bolluvandagerð og „bragð og lykt“ tilraun sem sló í gegn.

Hér má skoða myndirnar frá þessum atburðum.

Til baka
English
Hafðu samband