Síðustu dagar fyrir jólaleyfi hjá 5. bekk
Nú styttist óðum í jólafrí. Við í 5.bekk erum svo sannarlega að komast í jólaskap og höfum unnið ýmis verkefni í desember sem tengjast jólunum. Við fórum í heimsókn í Vídalínskirkju 4. desember og áttum þar notalega stund. Einnig fórum við í Vigdísarlund með kakó, piparkökur og lesin var jólasaga.
Föstudagur 18. desember: Jólaskemmtun í Flataskóla
5. HL og 5 KÞ mæta 8:45-10:30
5. AG mæta 11:00-12:40
Nemendur mæta prúðbúnir í heimastofu og fara með umsjónarkennara í hátíðarsal skólans þar sem gengið verður í kringum jólatré og skemmtiatriði flutt, 5. bekkur flytur helgileikinn. Jólaleyfi hefst að lokinni jólaskemmtun og skólastarf byrjar aftur þriðjudaginn 5. janúar 2010 samkvæmt stundaskrá.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Kær kveðja,Auður, Hanna Lóa og Kristín Ósk.