Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólasamvinna

03.12.2009
Jólasamvinna

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa síðustu daga verið í góðu morgunsamstarfi í jólahringekju. Nemendum var skipt upp í sex hópa þvert á árgangana þannig að nemendur úr öllum hópum bæði úr 1. og 2. bekk eru saman í litlum hópum. Auk umsjónarkennara bættust Helga María aðstoðarskólastjóri, Elín deildarstjóri og Guðlaug sérkennari í hópinn. Allir hópar vinna að einhverju sem viðkemur jólunum enda jólahringekja. Hver kennari sér um eina stöð og fara allir nemendur til allra kennara.
Ragna fór út með sína hópa í köldu en fallegu veðri á meðan enn var dimmt. Útbúnir voru fuglafóðrarar ýmist úr kókoshnetum eða könglum en einnig voru nokkur epli sett út fyrir smáfuglana. Allir hópar hafa staðið sig með prýði og samvinnan gengið vel. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru af starfseminni.

Til baka
English
Hafðu samband