Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljósin tendruð

30.11.2009
Ljósin tendruð

Laugardaginn 28. nóvember voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi.  Jólatréð er eins og mörg undanfarin ár gjöf frá vinabæ Garðabæjar, Asker í Noregi.

Nemendur úr 3. og 4. bekk í kórskóla Flataskóla, sungu við athöfnina undir stjórn Hjördísar Ástráðsdóttur tónmenntakennara og var gerður góður rómur að söng þeirra. Að lokum sungu þeir með jólasveinunum sem létu sig auðvitað ekki vanta við athöfnina.

Fleiri myndir má sjá hér.

Til baka
English
Hafðu samband