Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasafnaverðir í heimsókn

29.05.2009
Skólasafnaverðir í heimsóknMánudaginn 25. maí heimsóttu tuttugu skólasafnakennarar úr Reykjavík skólasafn Flataskóla. Tilgangur heimsóknar þeirra var að fá kynningu á því hvernig starfseminni á skólasafninu er háttað og hvernig hún er samþætt við upplýsingatækni og skólastarfið hér í Flataskóla. Einnig komu kennararnir til að fá nýjar hugmyndir að nýbreytni í verkefnavinnu fyrir sína skóla. Ingibjörg, bókasafnsfræðingur tók á móti þeim og kynnti þá margþættu verkefnavinnu og atburði sem unnið er að á skólasafninu.
Heimsókn og áhugi af þessu tagi er vissulega mikill hvati fyrir nemendur og starfsfólk skólans til að halda áfram á sömu braut og er það mikill heiður að áhugi skuli vera fyrir slíkar heimsóknir til skólans.
Til baka
English
Hafðu samband