Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak í 7. bekk

18.11.2008
Lestrarátak í 7. bekkLestrarátaki í 7. bekk er nú lokið og stóð það yfir í vikutíma. Lásu nemendur samtals rúmlega 23.000 blaðsíður, þannig að hver nemandi hefur lesið að meðaltali 330 blaðsíður.
Átakið tókst mjög vel þar sem minna var hugsað um keppni og meira um að lesa góðar og skemmtilegar bækur og njóta þess að lesa. Skólasafnið hafði keypt töluvert af glænýjum og spennandi bókum rétt áður en átakið hófst og skapaðist stundum örtröð á safninu við að fá þær lánaðar.
Að venju fengu þau sem lásu mest bókaverðlaun en í ár var það ekki skólasafnið sem gaf verðlaunin heldur komu þau frá Pennanum Eymundssyni í Smáralind. Þau sem lásu mest í hverjum bekk fengu bókagjöf í verðlaun og var það bókin Ótrúlegt en satt.
Bekkurinn sem sigraði í ár og fékk lestrarbikarinn var 7. RF og hafa þá allir bekkirnir þrír unnið þessi verðlaun. 
Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju með árangurinn.

Til baka
English
Hafðu samband