Draugar úti í mýri 2008
Um þessar mundir stendur yfir alþjóðleg barnabókahátíð í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina Draugar úti í mýri. Í tilefni af þessari hátíð fengu 7. bekkir tvo erlenda og einn íslenskan rithöfund í heimsókn og hlýddu nemendur á upplestur þeirra.
Bókasafn Garðabæjar bauð einnig nemendum í 4. bekk ásamt bókasafnsfræðingi skólans að koma og hlýða á upplestur Iðunnar Steinsdóttur af þessu sama tilefni.
Iðunn á smásögu í nýútkominni bók sem heitir ,,At og aðrar sögur “og las hún hana fyrir nemendur. Það hefði mátt heyra saumnál detta á meðan á lestrinum stóð, svo spenntir voru nemendur yfir sögunni. Eftir að lestrinum lauk var Iðunn klöppuð upp í von um að fá að heyra aðra sögu, en því miður var skólinn búinn og tími til kominn að fara heim. Nemendur bíða því eftir að geta fengið bókina að láni á skólasafninu til þess að geta lesið allar sögurnar.