Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorfuglar í 2. bekk

04.03.2014
Vorfuglar í 2. bekk

Í morgun hófust annars bekkingar handa við að útbúa fugla til að senda til nærri 40 skóla í Evrópu. Nemendur í árganginum eru þátttakendur í verkefninu "The Tree full of Spring Birds" eða Vorfuglarnir í trénu. Allir þátttökuskólar senda einn fugl til hinna skólanna þannig að hver skóli fær nærri 40 fugla. Hægt er að lesa frekar um verkefnið á vefsíðu skólans. Ákveðið var að búa til lunda vegna sérstöðu hans á Íslandi og hafa nemendur nú útbúið nærri 40 lunda sem eru tilbúnir að fljúga til Evrópu. Nú þegar höfum við fengið tvo fugla sem hafa sest í tréð okkar á ganginum en það er storkur frá Póllandi og flottur bleikur fugl frá Hollandi. Myndir frá fuglagerðinni er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband