Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Nemendur í 2. bekk takast nú á við  eTwinningverkefnið 

 "Vorfuglarnir í trénu", "The Tree full of Spring Birds".


Verkefnið snýst um að vekja athygli nemenda á vorinu og komu farfuglanna. Í fyrra unnu sömu nemendur verkefnið um "Vorblómin í Evrópugarðinum" sem þótti takast afar vel.

Nemendur frá fjörutíu löndum í Evrópu taka þátt í verkefninu að þessu sinni eða nánast einn skóli frá hverju landi í Evrópu. Þeir búa til jafnmarga fugla og löndin eru, sem eru síðan sendir með venjulegum bréfpósti til sérhvers lands ásamt lýsingu á honum og hver gerði fuglinn. Þannig að hvert land fær fugl til að hengja í fuglatréð í skólanum sínum. Tréð í Flataskóla er tveggja metra hátt birkitré án laufa sem stendur inni á ganginum þar sem 2. bekkur hefur aðsetur sitt. Fuglarnir sem koma eru hengdir upp jafnóðum og þeir berast. Þá er fer kennarinn yfir hvaðan þeir koma og landið er skoðað á landakortinu og kennarinn les fyrir nemendur lýsingu sem fylgir hverjum fugli.

Nemendur í 2. bekk búa til lunda að þessu sinni. Hann er afar skemmtilegur fugl með skrautlegan gogg og sérstakur fyrir Ísland og finnst ekki víða í Evrópu.

Á vefsvæði eTwinningTwin Space, er að finna myndir og fleira tengt verkefninu og er opið öllum til skoðunar.

Á myndinni hér fyrir neðan er skýring á ferlinu sem verkefnið vinnur eftir.

 


English
Hafðu samband