Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 2013

07.06.2013
Skólaslit 2013Í morgun var skólanum slitið með því að nemendur í 1. til 6. bekk komu í hátíðarsal skólans tveir árgangar í senn á klukkustundar fresti frá klukkan 9 og fengu vitnisburð frá kennurum sínum. Skólastjórinn flutti ávarp og aðstoðarskólastjóri tilkynnti úrslit í ljóðasamkeppninni sem haldin er árlega hér í skólanum. Yngstu nemendurnir fengu þau fyrirmæli að búa til einföld rímljóð, 3. til 4. bekkur bjó til ljóð í japönskum stíl eða hækur og 5. til 6. bekkur bjó til ferskeytluljóð og 7. bekkur bjó til óhefðbundin ljóð. Hér er hægt að skoða ljóðin þeirra sem fengu viðurkenningu. Vinningshafar fluttu ljóð sín fyrir áheyrendur og fengu viðurkenningar að því loknu. Sunginn var skólasöngur Flataskóla við góðar undirtektir foreldra og nemenda. Hægt er að skoða myndir frá skólaslitum í myndasafni skólans.
Til baka
English
Hafðu samband