Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lentum í 6. sæti af 15

08.02.2013
Lentum í 6. sæti af 15

Nú er eTwinning verkefninu "Evrópsku keðjunni" lokið og lenti Flataskóli   í sjötta sæti af 15. Það voru 15 skólar frá jafnmörgum löndum sem skiluðu inn myndbandi af sínum verkefnum að þessu sinni. Við fengum 126 stig en þeir sem lentu í fyrsta sæti fengu 169 og voru það Norðmenn en Þjóðverjar fylgdu fast á eftir með einu stigi minna. Nemendur í 6. bekk hafa undanfarna daga verið að skoða myndböndin og setja inn umsagnir við þau í enskutímum hjá Guðríði. Þetta verkefni samþættir skemmtilega ýmsar námsgreinar sem nemendur fást við í skólanum eins og landafræði, sögu, eðlisfræði, lífsleikni, tölvu- og upplýsingatækni og ensku svo eitthvað sé nefnt. 

Hægt er að skoða myndir og bloggsíðu um verkefnið á vefsíðu skólans.

Til baka
English
Hafðu samband