Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

24.03.2022
Upplestrarkeppni 7. bekkjarÍ dag fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar Flataskóla en þar eru valdir fulltrúar skólans til þátttöku í lokakeppni grunnskólanna í Garðabæ.  Allir nemendur í 7. bekk hafa í vetur tekið þátt í aðdraganda keppninnar með því að æfa sig í upplestri og framsögn og hluti þeirra keppti svo til úrslita í dag.  Það var vandaverk hjá dómnefndinni að velja tvo aðalfulltrúa og einn varafulltrúa úr hópnum enda stóðu allir lesararnir sig frábærlega.  En niðurstaðan var sú að það eru þær Eydís Jónsdóttir og Líney Baldursdóttir sem verða fulltrúar okkar og til vara er Alexander Máni Guðjónsson.  Innilega til hamingju með árangurinn! 
Til baka
English
Hafðu samband