Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

12.03.2021
Stóra upplestrarkeppninÁrlegur viðburður í starfi 7. bekkjar er þátttaka í "Stóru upplestrarkeppninni" en í því verkefni æfa nemendur sig að lesa upphátt og þjálfa framburð og blæbrigði í upplestrinum.  Markmiðið með þessu er auk þjálfunarinnar að auka áhuga á lestri og gera honum hátt undir höfði í skólastarfinu.  Krakkarnir eru semsagt búin að vera að æfa sig í vetur og hver bekkur valdi svo sína fulltrúa til að keppa á lokahátíð skólans sem fram fór þann 11. mars.  Þar voru valdir fulltrúar Flataskóla á lokakeppni skólanna í Garðabæ og Seltjarnarnesi sem fram fer í apríl.  Keppendur stóðu sig með stakri prýði og var vandi að velja.  En niðurstaðan varð sú að þau Helga María Guðjónsdóttir, Sædís Arna Kristjánsdóttir og Dagur Óli Jóhannsson urðu hlutskörpust og á meðfylgjandi mynd má sjá þessa glæsilegu fulltrúa okkar.  
Til baka
English
Hafðu samband