Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaleyfi - Páskaungar

11.04.2019
Páskaleyfi - Páskaungar

Páskaleyfi hefst mánudaginn 15. apríl, kennsla byrjar aftur þriðjudaginn 23. apríl. Starfsemi verður í 4 og 5 ára bekk og í Krakkakoti fyrir þá sem þar eru skráðir dagana 15. – 17 apríl. Sumardagurinn fyrsti er 25. apríl og þá er enginn skóli.

Páskaungar lífguðu upp á starfið í vikunni en þá fengum við 6 hænuunga ofan af Kjalarnesi til að sýna nemendum og vinna örlítið með þá í tengslum við stærðfræði og líffræði. Nemendur í 2. bekk fengu að gefa ungunum nöfn og fylgjast með vexti þeirra á ýmsan hátt.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband