Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur í Flataskóla

05.03.2019
Öskudagur í FlataskólaMiðvikudaginn 6. mars er öskudagur og þá verður skólastarfið með breyttu sniði hjá okkur í Flataskóla. Skólinn byrjar á sama tíma og venjulega, klukkan 8:30 og allir mæta í sínar heimastofur. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Nemendur syngja saman í morgunsamveru, fara á milli þrautastöðva og fá sælgæti í poka. Diskótek  verður í salnum, kötturinn sleginn úr tunnu og draugahús verður fyrir þá sem vilja. Nemendur í 7. bekk taka virkan þátt í undirbúningi dagsins, setja m.a. upp draugahúsið, stjórna diskótekinu og aðstoða við að deila út sælgæti á þrautastöðvum. Nemendur fara ekki í sund eða íþróttir.

Börnin borða hádegismat á sínum tíma og það verður pizza í matinn. Þeir nemendur sem eru ekki skráðir í áskrift þennan dag geta keypt miða í matsalnum fyrir þriðjudaginn 5. mars. Miðinn kostar 600 kr.

Þeir nemendur sem vilja eða hafa tök á mega fara heim klukkan 12:30. Við viljum biðja foreldra barna í 1.- 4. bekk að láta umsjónarkennara vita með tölvuskeyti ef börn þeirra mega fara fyrr heim. Tómstundaheimilið Krakkakot verður opið á sama tíma og venjulega og börnin í 4 og 5 ára eru að sjálfsögðu sinn tíma í skólanum. Fyrir þá sem eru áfram í skólanum verður boðið upp á afþreyingu til skólaloka. Eftir kl. 14:00 fara þeir sem eiga að vera í Krakkakoti þangað en aðrir fara heim.

Til baka
English
Hafðu samband