Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar á göngunum

25.04.2018
Listadagar á göngunum

Þessa dagana eru listaverk að birtast á veggjum skólaganganna sem nemendur hafa unnið að í tengslum við listadaga í Garðabæ. Nemendur í 4. bekk unnu listaverk að fyrirmynd Monster Mama hjá Lindu myndmenntakennara. Þeir bjuggu til myndir þar sem vatnslitir og rör voru notuð við myndgerðina. Þessar skemmtilegu myndir hanga núna á ganginum gengt bókasafninu, þar eru ennfremur sýndar bækur, dagbækur, minnisbækur, handbækur sem nemendur í 7. bekk unnu í textíl hjá Margréti Indiönu. Nemendur í 1. bekk útbjuggu listaverk sem hangir á ganginum við bekkjarstofurnar sem sýna að allir eru ekki eins og hafa mismunandi þarfir, langanir og áhugamál. Endilega gerið ykkur ferð í skólann og skoðið listaverkin. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma geta skoðað myndir í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband