Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera nemenda í 6. bekk

18.04.2018
Morgunsamvera nemenda í 6. bekk

Það voru flottir nemendur sem voru með atriði á samverunni í morgun. Meðal annars voru flutt tónlistaratriði, sýnt myndband og þrautalausn. Guðmundur spilaði á píanó lagið Bumble Buggy sem þarf mikla hæfni til að spila sökum hraða en hann leysti þetta af algjörri snilld. Jón Arnar og Carl bjuggu til myndband um bolta o.fl. Jón Kári flutti okkur lagið Surprise Symphony á erfiða hljóðfærið trompet og Eiríkur sýndi snilli sína við að raða litunum saman á Rubicskubbi á alveg ótrúlegum tíma. Að lokum komu allir nemendur í 6. bekk upp á sviðið og fluttu með tilþrifum lagið "Það mælti mín móðir" en þeir eru að vinna með verkefni um Snorra Sturluson og var það við hæfi að taka eitthvert atriði úr því verkefni. Inga Dóra spilaði undir fyrir nemendur þar sem þeir börðu einnig trommur og prik undir við sönginn. Myndir eru komnar í myndasafnið og hér fyrir neðan sýnir myndbandið nokkur sýnishorn af atriðum frá samverunni.

 

Til baka
English
Hafðu samband