Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blá afmælisbörn í morgunsamveru

06.04.2018
Blá afmælisbörn í morgunsamveru

Dagurinn í dag er tileinkaður börnum með einhverfu og er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn á Íslandi. Af því tilefni voru nemendur og starfsfólk skólans hvött til að koma í einhverju bláu í skólann til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Haldið verður upp á daginn með ýmsu móti af hálfu styrktarfélagsins og hægt er að skoða það á vefsíðu þeirra. 

Í samverunni í morgun var eins og venjulega sungið fyrir afmælisbörn síðasta mánaðar og komu þau upp á sviðið á meðan sungið var fyrir þau. Myndir frá samverunni er að finna í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband