Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferðin 4. apríl

05.04.2018
Skíðaferðin 4. apríl

Nemendur í 4/5 ára bekk og í 7. bekk fóru í skíðaferð í Bláfjöll á miðvikudaginn. Þetta er þriðja skíðaferð vetrarins en sökum veðurs tókst ekki að fara með þennan hóp í fjöllin fyrir páska eins og hina tvo hópana. Áður höfðu nemendur í hinum árgöngunum farið einn dag í fjöllin og auk þess fengu nemendur í 6. bekk að dvelja eina nótt í skála Breiðabliks.

Ferðin í gær var vel heppnuð og áfallalaus, sólin skein á okkur allan daginn en það var þó nokkur gola og smá skafrenningur var þegar líða tók á daginn. Nemendur voru duglegir að vera úti og renna sér bæði á skíðum og brettum og þau yngstu voru mörg á sleðum. Myndir frá ferðinni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband