Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð nemenda 7. mars

08.03.2018
Skíðaferð nemenda 7. mars

Það tókst vel til með skíðaferðina á miðvikudaginn þegar nemendur í 1., 2. og 4. bekk fóru upp í Bláfjöll en nemendur í 6. bekk höfðu farið síðdegis daginn áður þannig að hátt á þriðja hundrað manns frá Flataskóla var í Bláfjöllum þennan dag. Heldur var kalt fyrst um morguninn enda náði sólin ekki að skína niður í Kóngsgilið fyrr en líða tók á morguninn og síðan lægði vindinn svo veðrið varð heldur skaplegra. Krakkarnir voru duglegir að hreyfa sig og vera úti og það var hress en dasaður hópur sem lagði af stað heim síðdegis og voru alveg örugglega margir sem nutu stundarinnar í fjöllunum. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og einnig er myndband hér fyrir neðan þar sem hægt er að skoða ýmsa góða takta í skíðaiðkun.

https://www.youtube.com/watch?
Til baka
English
Hafðu samband