Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

ECR - Evrópska keðjan

08.02.2018
ECR - Evrópska keðjan

Niðurstaða í eTwinningverkefninu um dómínó tæknikeðjuna (ECR European Chain Reaction) sem nemendur í 4. bekk tóku þátt í, var birt í síðustu viku og lenti Flataskóli í níunda sæti af 21 með 223 stig fyrir sitt framlag. Birt var myndband með niðurstöðunum sem nemendur og kennari í Belgíu sendu út á bloggsíðu verkefnisins. Myndbandið var spilað í morgunsamveru á miðvikudaginn fyrir nemendur og ríkti mikil stemning í salnum þegar ekki var búið að nefna Ísland þegar10 síðustu sætin voru eftir. Sá skóli sem hafnaði í fyrsta sæti var frá Belgíu með 360 stig og í öðru sæti var Noregur með 334 stig. Hægt er að skoða myndbandið og stigatöfluna á bloggsíðu verkefnisins. Lesa má nánar um verkefnið á heimasíðu skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband