Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrekkjavökusamvera í 1. bekk

03.11.2017
Hrekkjavökusamvera í 1. bekk

Síðastliðinn miðvikudag sáu nemendur og kennarar um morgunsamveruna og fluttu nemendur lagið um Ömmu og draugana. Nemendur voru klæddir í hrekkjavökubúninga í tilefni dagsins. Eftir samveruna var foreldrum boðið í hrekkjavökumorgunverðarborð sem sett var upp á ganginum fyrir framan fyrstu bekkja stofurnar. Veitingarnar sem foreldrar lögðu til með sér á sameiginlegt hlaðborð voru glæsilegar að vanda og var þetta ánægjuleg stund eftir skemmtilega hrekkjavöku. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna.

 

Til baka
English
Hafðu samband